Landsliðsfyrirliðinn drjúgur í Danmörku

Aron Pálmarsson skoraði fimm mörk í kvöld.
Aron Pálmarsson skoraði fimm mörk í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aron Pálmarsson átti mjög góðan leik fyrir Aalborg þegar liðið vann öruggan tíu marka útisigur gegn Skive í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld.

Leiknum lauk með 34:24-sigri Aalborgar en Aron var næstmarkahæstur með fimm mörk og þá gaf Íslendingurinn einnig tvær stoðsendingar í leiknum.

Aalborg er með 25 stig í öðru sæti deildarinnar, fjórum stigum minna en topplið GOG, en Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari liðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert