Þrettán íslensk mörk í Íslendingaslag

Elvar Örn Jónsson skoraði fimm mörk í ÍSlendingaslag.
Elvar Örn Jónsson skoraði fimm mörk í ÍSlendingaslag. AFP

Elvar Örn Jónsson skoraði fimm mörk fyrir Melsungen þegar liðið vann sex marka heimasigur gegn Bergischer í sextán-liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar í handknattleik í kvöld.

Leiknum lauk með 28:22-sigri Melsungen en Arnar Freyr Arnarsson skoraði þrjú mörk fyrir Melsungen á meðan Alexander Petersson komast ekki á blað.

Arnór Þór Gunnarsson var markahæstur í liði Bergischer með fimm mörk en það dugði ekki til og Melsungen er því komið áfram  átta-liða úrslitin.

Þá skoraði Viggó Kristjánsson fjögur mörk fyrir Stuttgart þegar liðið tapaði 30:35 á útivelli gegn Rhein-Neckar Löwen en Ýmir Örn Gíslason komst ekki á blað hjá Löwen. Andri Már Rúnarsson skoraði eitt mark fyrir Stuttgart. Janus Daði Smárason skoraði eitt mark fyrir Göppingen þegar liðið tapaði á útivelli gegn Minden, 28:31.

Minden, Rhein-Neckar Löwen, Erlangen, Lemgo, Magdeburg, Kiel, Melsugnen og Gummersbach eru því öll komin áfram í átta liða úrslit bikarkeppninnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert