Næstmarkahæstur í Íslendingaslag

Teitur Örn Einarsson skoraði fjögur mörk í kvöld.
Teitur Örn Einarsson skoraði fjögur mörk í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson var næstmarkahæstur í liði Flensburg þegar liðið vann öruggan átta marka heimasigur gegn Lemgo í þýsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld.

Leiknum lauk með 27:19-sigri Flensburg en Teitur Örn skoraði fjögur mörk í leiknum.

Bjarki Már Elísson skoraði þrjú mörk úr sex skotum fyrir Lemgo sem er með 15 stig í áttunda sæti deildarinnar.

Flensburg er hins vegar í þriðja sætinu með 22 stig, sex stigum minna en topplið Magdeburgar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert