Tveggja leikja bann fyrir hótanir í garð dómara

Eva Björk Ægisdóttir

Stevce Alusovski, þjálfari karlaliðs Þórs frá Akureyri í handknattleik, hefur verið úrskurðaður í tveggja leikja bann fyrir að hafa haft í hótunum við dómara leiks Þórs og Vals U í næstefstu deild síðastliðinn laugardag.

Alusovski fékk rauða spjaldið og útilokun frá leiknum fyrir að hafa sýnt af sér grófa óíþróttamannslega framkomu við annan af dómurum leiksins í kjölfar þess að fyrri hálfleikur leið undir lok.

Á fundi aganefndar KSÍ á þriðjudag var málið tekið fyrir og óskað eftir greinargerð frá Þór vegna alvarleika málsins.

Á aukafundi nefndarinnar í gærkvöldi Alusovski komst hún svo að þeirri niðurstöðu að hann hefði haft í hótunum við dómara leiksins og var Alusovski því úrskurðaður í tveggja leikja bann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert