Frakkar leika til úrslita eftir ótrúlega endurkomu

Frakkar leika til úrslita á HM á Spáni.
Frakkar leika til úrslita á HM á Spáni. AFP

Frakkland leikur til úrslita á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik sem fram fer á Spáni eftir eins marks sigur gegn Danmörku í undanúrslitum í Granollers í dag.

Leiknum lauk með 23:22-sigri franska liðsins en Pauletta Foppa var markahæst Frakka með fjögur mörk.

Danir leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, 12:10 og Danir náðu mest fjögurra marka forskoti í síðari hálfleik.

Frökkum tókst hins vegar að jafna metin þegar um tíu mínútur voru til leiksloka og þeir komust yfir í fyrsta sinn í leiknum, 21:20, þegar nokkar mínútur voru til leiksloka.

Meline Nocandy, Alicia Toublanc, Allison Pineau, Grace Zaadi og Estelle Nze skoruðu allar þrjú mörk hver í liði Frakka.

Line Haugsted var markahæst í danska liðinu með fimm mörk og Anne Mette Hansen skoraði fjögur.

Frakkland mætir annað hvort Noregi eða Spáni í úrslitaleik á sunnudaginn kemur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert