Allan Nordberg fór á kostum í liði KA þegar liðið vann öruggan níu marka sigur gegn Víkingum í úrvalsdeild karla í handknattleik, Olísdeildinni, í Víkinni í Fossvogi í þrettándu umferð deildarinnar í kvöld.
Nordberg gerð sér lítið fyrir og skoraði tíu mörk í leiknum sem lauk með 31:22-sigri Akureyringa.
Staðan var 3:3 eftir sjö mínútna leik en þá tóku Akureyringar öll völd á vellinum. Þeir leiddu 18:6 í hálfleik og síðari hálfleikurinn var aldrei spennandi.
Einar Rafn Eiðsson skoraði sex mörk fyrir KA og Nicolas Satchwell varði átta skot í markinu.
Styrmir Sigurðsson, Jóhannes Berg Andrason og Benedikt Elvar Skarphéðinsson skoruðu fjögur mörk hver í liði Víkinga.
Þetta var þriðji sigur KA í röð en liðið er með 12 stig í áttunda sætinu á meðan Víkingar eru með 2 stig í ellefta og næst neðsta sætinu.