Bjarki markahæstur í markaleik

Bjarki Már Elísson
Bjarki Már Elísson mbl.is/Unnur Karen

Lemgo hafði betur gegn Stuttgart á útivelli, 40:37, í Íslendingaslag í þýsku 1. deildinni í handbolta í kvöld.

Bjarki Már Elísson fór enn og aftur á kostum fyrir Lemgo, skoraði níu mörk og var markahæstur. Viggó Kristjánsson skoraði sex fyrir Stuttgart og Andri Már Rúnarsson eitt.

Þá hafði Rhein-Neckar Löwen betur gegn N-Lübbecke á heimavelli. Ýmir Örn Gíslason komst ekki á blað hjá Löwen.

Lemgo er í sjöunda sæti með 17 stig, Stuttgart í 16. sæti með 9 og Löwen í 9. sæti með 14.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert