Magdeburg er enn með fullt hús stiga eftir 15 leiki í þýsku 1. deildinni í handbolta en liðið vann 27:24-sigur á Bergischer á útivelli í Íslendingaslag í kvöld.
Ómar Ingi Magnússon var markahæstur í Magdeburg að vana með sjö mörk úr sjö skotum. Gísli Þorgeir Kristjánsson bætti við einu marki fyrir gestina. Arnór Þór Gunnarsson gerði þrjú fyrir Bergischer.
Magdeburg er í toppsæti deildarinnar með 15 sigra í 15 leikjum en Bergischer er í 15. sæti með 10 stig.