Sleit krossband á æfingu í Þýskalandi

Hákon Daði Styrmisson, til vinstri, ásamt Viggó Kristjánssyni á æfingu …
Hákon Daði Styrmisson, til vinstri, ásamt Viggó Kristjánssyni á æfingu íslenska landsliðsins í nóvember. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hornamaðurinn Hákon Daði Styrmisson sleit krossband á æfingu þýska handknattleiksfélagsins Gummersbach í síðustu viku. Þetta kom fram í hlaðvarpsþættinum Leikhléið.

Andri Heimir Friðiksson, bróðir Hákons Daða, er einn af umsjónarmönnum þáttarins en Hákon mun gangast undir aðgerð vegna meiðslanna á morgun.

„Samkvæmt læknum Gummbersbach er krossbandið að öllum líkindum slitið,“ sagði Andri Heimir í hlaðvarpsþættinum.

Þetta er áfall fyrir Gummersbach sem í efsta sæti B-deildarinnar með 26 stig eftir sautján leiknar umferðir.

Þá var Hákon í 35-manna æfingahóp íslenska karlalandsliðsins fyrir lokakeppni EM sem fram fer í janúar í Ungverjalandi og Slóvakíu en nú er ljóst að hann tekur ekki þátt í mótinu með Íslandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert