Veiran herjar á toppliðið

Viktor Gísli Hallgrímsson leikur með GOG.
Viktor Gísli Hallgrímsson leikur með GOG. Ljósmynd/HSÍ

Sex leikmenn danska handknattleiksfélagsins GOG, sem íslenski landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson leikur með, hafa greinst með kórónuveiruna.

Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins í dag, þar sem segir að leikmennirnir sex, sem ekki eru nefndir á nafn, hafi greinst í gær.

Af þessum sökum hefur leik GOG, sem trónir á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar, gegn Skanderborg Aarhus, sem átti að fara fram næstkomandi miðvikudag, verið frestað.

Æfingar hafa verið felldar niður og allt starfsfólk sent til síns heima.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert