Hverjir fara á EM? – Beint streymi

Guðmundur Þórður Guðmundsson tilkynnir 20-manna landsliðshóp sinn í dag.
Guðmundur Þórður Guðmundsson tilkynnir 20-manna landsliðshóp sinn í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, mun tilkynna 20-manna leikmannahóp sinn fyrir lokakeppni EM 2022 sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvakíu í höfuðstöðvum Arion-banka klukkan 13.00. 

Beint streymi frá fundinum 

Þjálfarinn valdi á dögunum 35-manna æfingahóp fyrir verkefnið en Arnór Þór Gunnarsson gaf það út á dögunum að hann gæfi ekki kost á sér í verkefnið nema hinir þrír hægri hornamennirnir myndu allir heltast úr lestinni.

Þá er ljóst að Hákon Daði Styrmisson verður ekki í hópnum þar sem hann sleit krossband í síðustu viku og þá verður að teljast ólíklegt að Haukur Þrastarson sé klár í slaginn eftir langvarandi meiðsli.

Landsliðshópurinn fyrir lokakeppnina kemur saman til æfinga í byrjun janúar en liðið mætir Litháen í tveimur vináttulandsleikjum, dagana 7. og 9. janúar á Ásvöllum, áður en haldið er til Ungverjalands.

Riðill Íslands á EM verður leikinn í Búdapest en Ísland er með Portúgal, Hollandi og Ungverjalandi í riðli. Tvö efstu lið riðilsins komast áfram í milliriðla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert