Íslendingaliðin í efstu sætunum

Orri Freyr Þorkelsson.
Orri Freyr Þorkelsson. mbl.is/Unnur Karen

Íslendingaliðin Elverum og Drammen styrktu stöðu sína í efstu sætunum í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld. 

Bæði liðin unnu útileiki í kvöld. Elverum fór til Bergen og vann Fyllingen 30:23 en Drammen hafði betur gegn Haslum 33:26. 

Orri Freyr Þorkelsson og Óskar Ólafsson skoruðu ekki í kvöld. Orri fyrir Elverum og Óskar fyrir Drammen en þeir eru alla jafna í stórum hlutverkum. Orri er í EM-hópnum sem tilkynntur var í dag og Óskar er í þrjátíu og fimm manna hópnum. 

Elverum hefur unnið fyrstu fimmtán leikina í deildinni og Drammen er fjórum stigum á eftir með 26 stig. Runar er í þriðja sæti með 31 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert