Gísli Þorgeir Kristjánsson var atkvæðamikill þegar Magdeburg tryggði sér í kvöld sæti í 8-liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar í handknattleik.
Magdeburg heimsótti Hamm og vann með fimm marka mun 31:26 en forskot Magdeburg var stærra um tíma í síðari hálfleik.
Gísli skoraði fjögur mörk fyrir Magdeburg og átti að auki tvær stoðsendingar á samherjana. Ómar Ingi Magnússon skoraði þrjú mörk fyrir Magdeburg sem hefur gengið allt í haginn til þessa á tímabilinu.