Alfreð Gíslason hefur valið nítján leikmenn til að leika fyrir Þýskaland á EM karla í handknattleik í janúar en Þjóðverjar munu spila í Slóvakíu.
Þýskaland verður í riðli með Austurríki, Póllandi og Hvíta-Rússlandi á EM. Alfreð teflir fram lítt reyndu liði meðal annars vegna þess að margir leikmenn gáfu ekki kost á sér að þessu sinni. Þar spilar kórónuveiran inn í og leikjaálag með félagsliðum.
Tveir leikmenn leika utan Þýskalands, með Kielce og Porto, en aðrir í heimalandinu.
Alfreð velur nú nítján leikmenn og getur bætt einum við því heimilt er að mæta með tuttugu leikmenn í mótið.
Markverðir: Joel Birlehm (SC DHfK Leipzig), Till Klimpke (HSG Wetzlar), Andreas Wolff (KS Vive Kielce).
Aðrir leikmenn: Lukas Mertens (SC Magdeburg), Marcel Schiller (Frisch Auf Göppingen), Sebastian Heymann (Frisch Auf Göppingen), Julius Kühn (MT Melsungen), Simon Ernst (SC DHfK Leipzig), Julian Köster (VfL Gummersbach), Philipp Weber (SC Magdeburg), Luca Witzke (SC DHfK Leipzig), Kai Häfner (MT Melsungen), Djibril M’Bengue (FC Porto), Christoph Steinert (HC Erlangen), Timo Kastening (MT Melsungen), Lukas Zerbe (TBV Lemgo Lippe), Johannes Golla (SG Flensburg-Handewitt), Jannik Kohlbacher (Rhein-Neckar Löwen) og Patrick Wiencek (THW Kiel).