Leikjum fjögurra landsliðsmanna frestað

Aron Pálmarsson átti að spila með Aalborg gegn Holstebro í …
Aron Pálmarsson átti að spila með Aalborg gegn Holstebro í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjórir íslenskir handknattleiksmenn áttu að spila með liðum sínum í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld en nú hefur útbreiðsla kórónuveirunnar í landinu sett strik í reikninginn.

Leikjum þeirra hefur öllum verið frestað en GOG, lið Viktors Gísla Hallgrímssonar, Aalborg, lið Arons Pálmarssonar, Kolding, lið Ágústs Elí Björgvinssonar, og SönderjyskE, lið Sveins Jóhannssonar, áttu öll að spila í kvöld.

Aðeins einn leikur af sjö í deildinni sem fram áttu að fara í kvöld er enn á dagskrá en það er viðureign Bjerringbro-Silkeborg og Skjern.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert