Viggó lét Kiel hafa fyrir hlutunum

Viggó Kristjánsson á landsliðsæfingu í síðasta mánuði.
Viggó Kristjánsson á landsliðsæfingu í síðasta mánuði. mbl.is/Kristinn Magnússon

Viggó Kristjánsson átti stórleik leik fyrir Stuttgart gegn stórliðinu Kiel í Wunderino-höllinni glæsilegu í Kiel í þýsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld. 

Kiel hafði betur 35:31 en Viggó var markahæstur hjá Stuttgart með 8 mörk og gaf einnig 10 stoðsendingar. 

Fleiri Íslendingar léku gegn stórliði á útivelli því Íslendingaliðið Melsungen mætti Flensburg. Þar vann Flensburg 27:24 og skoraði Teitur Örn Einarsson 5 mörk fyrir Flensburg.  Elvar Örn Jónsson sveitungi hans frá Selfossi skoraði einnig 5 mörk fyrir Melsungen og Arnar Freyr Arnarsson skoraði 2 mörk og gaf eina stoðsendingu. Alexander Petersson kom einnig við sögu hjá Melsungen en skoraði ekki. 

Elliði Snær Viðarsson hjá Gummersbach og Elvar Örn Jónsson og …
Elliði Snær Viðarsson hjá Gummersbach og Elvar Örn Jónsson og Arnar Freyr Arnarsson hjá Melsungen voru áberandi í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ýmir Örn Gíslason var á sínum stað í vörninni hjá Rhein Neckar Löwen sem tapaði illa fyrir Erlangen á útivelli 36:26. 

Í næstefstu deild vann Gummersbach stórsigur gegn Ferndorf 42:25 á heimavelli undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar.  Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði 7 mörk fyrir Gummersbach og hefur stimplað sig hratt inn hjá liðinu. Elliði Snær Viðarsson skoraði 5 mörk og gaf tvær stoðsendingar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert