Magnað mark Selfyssingsins (myndskeið)

Teitur Örn Einarsson skoraði glæsilegt mark.
Teitur Örn Einarsson skoraði glæsilegt mark. mbl.is/Kristinn Magnússon

Teitur Örn Einarsson, landsliðsmaður í handbolta, skoraði magnað mark er Flensburg hafði betur gegn Melsungen í þýsku 1. deildinni í gær, 27:24.

Teitur lék vel í leiknum og skoraði fimm mörk úr fimm skotum. Eitt þeirra var sérstaklega glæsilegt.

Selfyssingurinn negldi þá boltanum upp í samskeytin fjær með ótrúlegu undirhandarskoti. Sjón er sögu ríkari en markið magnaða má sjá hér fyrir neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert