Mikilvægur sigur í Íslendingaslag

Arnar Birkir Hálfdánsson og félagar unnu mikilvægan sigur í fallbaráttunni.
Arnar Birkir Hálfdánsson og félagar unnu mikilvægan sigur í fallbaráttunni. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Aue vann afar mikilvægan 26:24-útisigur á Emsdetten í Íslendingaslag í þýsku B-deildinni í handbolta í kvöld.

Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði eitt mark fyrir Aue og lagði upp fjögur til viðbótar. Anton Rúnarsson skoraði eitt og lagði upp þrjú fyrir Emsdetten. Sveinbjörn Pétursson markvörður lék ekki með Aue í kvöld.

Aue er nú í 18. sæti með ellefu stig, tveimur stigum frá öruggu sæti. Emsdetten er í 13. sæti með 14 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert