Skilja ekki hvernig við förum að

Guðmundur Þ. Guðmundsson á æfingu landsliðsins í nóvember.
Guðmundur Þ. Guðmundsson á æfingu landsliðsins í nóvember. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðmundur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handknattleik, tilkynnti á dögunum hvaða tuttugu leikmenn hefðu orðið fyrir valinu til að keppa á EM í janúar. Morgunblaðið tók Guðmund tali og spurði fyrst hvaða leikmenn hann átti ekki kost á að velja.

„Það voru auðvitað leikmenn þarna sem eru meiddir. Haukur Þrastarson hefur glímt við meiðsli í rúmt ár en að sjálfsögðu er hann landsliðsmaður þegar hann er alveg heill. Arnór Þór Gunnarsson hefði verið í hópnum en gaf ekki kost á sér. Hákon Daði Styrmisson hefði verið í þessum hópi ef hann hefði ekki meiðst.

Oddur Gretarsson hefur einnig verið meiddur og kom því ekki til greina. Ég vil líka nefna að Óðinn Þór Ríkharðsson bankar á dyrnar og er að sjálfsögðu á 35 manna listanum. Ég ákvað að láta tvær örvhentar skyttur leysa Sigvalda af. Menn sem geta spilað í horninu. Að vera með fjórar skyttur eykur fjölbreytnina hægra megin fyrir utan. Þetta snýst svolítið um vörnina líka og það eru ýmsar pælingar á bak við þetta. Kristján Örn getur ýmsa hluti sem aðrir geta ekki, eins og að skjóta af löngu færi. Ég vildi eiga svoleiðis vopn.

Þessi ákvörðun var ekki einföld en þessir örvhentu leikmenn hafa allir staðið sig vel. Ég er sáttur við valið en ég hef fylgst vel með mönnum og ég held að þetta sé sterkasti hópurinn sem við eigum kost á í dag,“ sagði Guðmundur þegar Morgunblaðið ræddi við hann.

Samkomulag gert við Arnór

Arnór Þór hefur verið lengi í landsliðinu og var fyrirliði á HM í Egyptalandi í byrjun árs. Arnór gaf ekki kost á sér en Guðmundur segist hafa gert heiðursmannasamkomulag við hornamanninn.

Viðtalið í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert