Kiel vann afar sannfærandi 32:19-heimasigur á Lemgo í þýsku 1. deildinni í handbolta í kvöld.
Bjarki Már Elísson átti skárri leik en flestir liðsfélagar hans á erfiðu kvöldi en íslenski hornamaðurinn gerði fimm mörk.
Lemgo er í áttunda sæti með 18 stig og Kiel í öðru sæti með 28 stig. Kiel er fjórum stigum á eftir toppliði Magdeburg, sem tapaði sínum fyrsta leik á leiktíðinni í dag.