Gat gert alla gráhærða

Anja Andersen á hliðarlínunni.
Anja Andersen á hliðarlínunni. Reuters

Anja And­er­sen er eitt mesta ólík­indatól sem komið hef­ur fram á sjón­ar­sviðið í hand­knatt­leiksíþrótt­inni. Geysi­lega um­deild per­sóna enda ein­stak­lega hæfi­leika­rík íþrótta­kona sem kom sér oft í vand­ræði. 

HC And­er­sen er ekki eini snill­ing­ur­inn sem fæðst hef­ur í Óðinsvé­um. Þar fædd­ist Anja And­er­sen hinn 15. fe­brú­ar árið 1969. Hug­mynda­flug And­er­sen á hand­bolta­vell­in­um var ekki lítið en þar lýk­ur lík­lega upp­taln­ing­unni á því sem þess­ir tveir Dan­ir eiga sam­eig­in­legt. 

Meist­ara­flokks­fer­ill­inn hófst hjá And­er­sen árið 1986 eða sama ár og Ísland burstaði Dan­mörku 25:16 á HM karla í hand­knatt­leik í Sviss. And­er­sen lék fyrst með Ála­borg eitt tíma­bil, næsta tíma­bil með Ik­ast og árið 1989 var hún hjá Vi­borg. 

Norska deild­in var mjög sterk á tí­unda ára­tugn­um og þar var Anja And­er­sen hjá Bækk­ela­get frá 1989-1993. And­er­sen lék einnig í Þýskalandi og var hjá Walle Bremen frá 1993-1996. Þar varð hún þýsk­ur meist­ari. Anja And­er­sen sneri aft­ur til Bækk­ela­get í Nor­egi og lauk ferl­in­um með liðinu 1996-1999. Tíma­bilið 1996-1997 var liðsfé­lagi henn­ar úr danska landsliðinu, Camilla And­er­sen, einnig hjá Bækk­ela­get. Liðinu tókst þó ekki að verða norsk­ur meist­ari 1997 því Lar­vik varð meist­ari und­ir stjórn Kristjáns Hall­dórs­son­ar. Anja And­er­sen varð hins veg­ar norsk­ur meist­ari með Bækk­ela­get 1992 og 1999. 

Gull­verðlaun á öll­um stór­mót­un­um

Árang­ur danska landsliðsins hafði lík­lega meiri áhrif á hversu skært frægðarsól Önju And­er­sen skein á tí­unda ára­tugn­um. Danska liðið náði þeim ótrú­lega ár­angri að vera Evr­ópu-, heims- og ólymp­íu­meist­ari á sama tíma. Dan­mörk varð Evr­ópu­meist­ari bæði 1994 og aft­ur 1996.

Sum­arið 1996 varð Dan­mörk ólymp­íu­meist­ari í Atlanta í Banda­ríkj­un­um og árið eft­ir varð liðið heims­meist­ari í Þýskalandi. Liðið hafði áður kom­ist nærri því og vann til bronsverðlauna á HM 1995 og til silf­ur­verðlauna á HM 1993. 

Ulrik Wilbek í Laugardalshöllinni.
Ulrik Wil­bek í Laug­ar­dals­höll­inni. mbl.is/​Jakob Fann­ar Sig­urðsson

Gjarn­an er talað um að dansk­ur hand­knatt­leik­ur hafi verið reist­ur við á tí­unda ára­tugn­um og þá voru vin­sæld­ir danska kvenna­landsliðsins mun meiri en karla­landsliðsins. Enda var ólíku sam­an að jafna hvað ár­ang­ur­inn snerti á þeim tíma. Vel­gengni kvenna­landsliðsins opnaði í fram­hald­inu ýms­ar dyr fyr­ir þáver­andi þjálf­ara þess. Þjálf­ara sem ís­lensk­ir hand­boltaunn­end­ur þekkja vel, Ulrik Wil­bek. 

Skemmtikraft­ur sem náði ár­angri

Þegar And­er­sen tókst vel upp var hún stór­kost­leg­ur leikmaður. Hún gat skemmt áhorf­end­um með alls kyns tilþrif­um og í leikj­um sem höfðu minni þýðingu skoraði hún mörk í alls kyns út­gáf­um. Sum þeirra voru þess eðlis að ekki þurfti ein­ung­is af­burða tækni til að fram­kvæma held­ur þurfti einnig tals­vert hug­mynda­flug. Sög­ur af henni bár­ust á þeim tíma til hand­bolta­áhuga­fólks á Íslandi frá fólki sem var bú­sett í Dan­mörku eða Nor­egi. Löngu síðar hafa alls kyns syrp­ur á Youtu­be rennt ör­ugg­ari stöðum und­ir lýs­ing­arn­ar sem á köfl­um þóttu lygi­leg­ar. 

Anja Andersen með sigurlaunin á HM 1997.
Anja And­er­sen með sig­ur­laun­in á HM 1997. Skjá­skot

En það sem ef til vill skipt­ir meira máli er að And­er­sen náði einnig ár­angri. Hún var helsta vopn danska liðsins sem náði þrenn­unni sem flest landslið láta sig ein­ung­is dreyma um; að vera ólymp­íu-, heims- og Evr­ópu­meist­ari á sama tíma. Hún gat því skorað glæsi­leg mörk en lék af skyn­semi þegar við átti.

Anja And­er­sen hef­ur fengið ýms­ar vegtyll­ur. Hún var til að mynda val­in besta hand­knatt­leiks­kona heims árið 1997. Enn þann dag í dag er hún eina danska kon­an sem hef­ur verið val­in og fram til árs­ins 2012 eini danski leikmaður­inn sem hafði verið sýnd­ur þessi heiður. Tíu árum síðar var hún val­in í Frægðar­höll­ina hjá danska íþrótta­sam­band­inu. Hún og knatt­spyrnukapp­inn Michael Lau­drup voru þá val­in á sama tíma. 

Á ýmsu gekk

Í inn­gangi grein­ar­inn­ar var þess getið að And­er­sen hafi verið um­deild. Er það ekki að ástæðulausu. Hún bar til­finn­ing­arn­ar utan á sér á vell­in­um og á leik­manns­ferl­in­um urðu ýms­ar uppá­kom­ur þegar hún kom skoðunum sín­um á fram­færi við dóm­ar­ana, þjálf­ara eða leik­menn. Stund­um var sagt að hún gæti gert alla grá­hærða í kring­um sig í hand­bolt­an­um. Þannig var það meira að segja orðað þegar hún var inn­limuð í Frægðar­höll­ina. 

 

Anja Andersen þakkar fyrir sig eftir útileik í Evrópukeppni með …
Anja And­er­sen þakk­ar fyr­ir sig eft­ir úti­leik í Evr­ópu­keppni með norska liðinu Bækk­ela­get.

 

Þegar Dan­ir unnu Þjóðverja í úr­slita­leik EM árið 1994 fékk hún til dæm­is rauða spjaldið á  lokakafl­an­um. Og þó voru Dan­ir í sókn. And­er­sen var sleg­in í and­litið og skömmu áður hafði hún verið tek­in eins kon­ar hálstaki þegar hún skoraði eft­ir gegn­um­brot.

Þar brast eitt­hvað í okk­ar konu og eft­ir að hafa lýst skoðunum sín­um fékk hún rauða spjaldið. Þegar sam­herji leiddi hana af velli, og And­er­sen hafði gert sér grein fyr­ir af­leiðing­un­um, þá brast hún í grát. Sem bet­ur fer fyr­ir hana og danska liðið var lítið eft­ir af leikn­um. En þetta er ágætt dæmi um hversu óút­reikn­an­leg hún gat verið. Hún hafði tak­markaða stjórn á skap­inu og var það henn­ar stærsti löst­ur. 

Náði mikl­um ár­angri í þjálf­un

Skaps­mun­ir Önju And­er­sen hurfu ekki úr umræðunni þegar leik­manns­ferl­in­um sleppti. Hún lagði skóna á hill­una árið 1999 eft­ir að hafa greinst með hjarta­galla. Hún hætti því þrítug og sem norsk­ur meist­ari. En þá tók nefni­lega þjálf­ara­fer­ill­inn við. Eins og á leik­manns­ferl­in­um vann hún stóra sigra en var einnig í sviðsljós­inu fyr­ir síður skemmti­lega til­b­urði. 

Árang­ur And­er­sen sem þjálf­ari danska liðsins Slag­el­se var stór­glæsi­leg­ur. Liðið varð dansk­ur meist­ari und­ir henn­ar stjórn á ár­un­um 2003 til 2007. Liðið sigraði einnig þríveg­is í Meist­ara­deild Evr­ópu og einu sinni í EHF-bik­arn­um. Hún tók við liðinu í næ­stefstu deild og varð það sem sagt í fram­hald­inu fjór­um sinn­um Evr­ópu­meist­ari. 

Anja Andersen þegar hún var við störf í Kaupmannahöfn.
Anja And­er­sen þegar hún var við störf í Kaup­manna­höfn. heimsíða FCK

Slag­el­se sigldi þó ekki lygn­an sjó með Önju And­er­sen sem þjálf­ara. Hvernig hefði slíkt mátt vera? Lengst gekk hún í leik Slag­el­se og Ála­borg­ar árið 2006. Leik­menn liðsins voru óánægðir með dómgæsl­una og fékk einn leikmaður­inn tveggja mín­útna brott­vís­un fyr­ir mót­mæli þegar mín­úta var eft­ir af fyrri hálfleik. And­er­sen blandaði sér í málið og fékk fljót­lega rauða spjaldið. Eft­ir á kom fram að hún hefði gripið í hand­legg ann­ars dóm­ar­ans.

And­er­sen var svo heift­ar­lega mis­boðið að hún kallaði lið sitt ein­fald­lega af velli. Hjá aga­nefnd danska hand­knatt­leiks­sam­bands­ins höfðu nefnd­ar­menn tak­markaðan húm­or fyr­ir til­tæk­inu og var And­er­sen úr­sk­urðuð í eins árs bann frá íþrótt­inni. 

Fyr­ir hvað verður henn­ar minnst?

Anja And­er­sen þjálfaði síðast árið 2015 en á þjálf­ara­ferl­in­um stýrði hún einnig FC Kaup­manna­höfn, Od­en­se, Oltchim Ramnicu Valcea í Rúm­en­íu og serbneska landsliðinu. Þá var hún einnig aðstoðarþjálf­ari karlaliðs Vi­borg­ar frá 2011-2012. Síðast var hún hjá Od­en­se. 

Tím­inn verður að leiða í ljós hvort Önju And­er­sen verði oft­ar minnst fyr­ir uppá­komurn­ar eða snill­ina en ekki verður frá henni tekið að hún var af­burðal­eikmaður hvort sem per­són­an féll fólki í geð eður ei. Leikmaður sem var sig­ur­veg­ari og skemmtikraft­ur.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert