Fjöldi smita hjá franska landsliðinu

Nikola Karabatic er einn þeirra smituðu.
Nikola Karabatic er einn þeirra smituðu. AFP

Kórónuveiran hefur sett strik í reikninginn hjá franska karlalandsliðinu í handknattleik í undirbúningi þess fyrir EM 2022 í Ungverjalandi og Slóvakíu þar sem alls eru átta leikmenn smitaðir af henni.

Þeir Nikola Karabatic, Benoit Kounkoud, Yanis Lenne, Rémi Desbonnet, Hugo Descat, Aymeric Minne, Dylan Nahi og Élohim Prandi hafa allir greinst með veiruna og taka því ekki þátt í fyrsta hluta undirbúnings franska liðsins fyrir EM.

Franska handknattleikssambandið greindi frá þessu í tilkynningu á samfélagsmiðlum sínum.

Nedim Remili hafði áður dregið sig úr hópnum vegna fótbrots og markvörðurinn Vincent Gérard kemur ekki strax til móts við franska landsliðsins vegna fjölskyldumála.

Aðalþjálfarinn Guillaume Gille hefur því þurft að kalla fjölda leikmanna á æfingar til bráðabirgða þar sem ansi fáliðað var orðið hjá þeim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert