Alfreð hrósar Klopp í hástert

Alfreð Gíslason þjálfar þýska karlalandliðið í handbolta.
Alfreð Gíslason þjálfar þýska karlalandliðið í handbolta. AFP

Alfreð Gíslason, þjálfari karlalandsliðs Þýskalands í handbolta, er afar hrifinn af þýska knattspyrnustjóranum Jürgen Klopp hjá Liveprool. Alfreð, sem er átta árum eldri en Klopp, segist geta lært ýmislegt af þýska stjóranum.

„Það sem Klopp hefur gert fyllir mig innblæstri,“ sagði Alfreð við Mannheimer Morgen. „Hann fær liðið með sér, býr til góða einingu og kemur eðlilega fyrir. Það er frábært að fylgjast með því,“ bætti Alfreð við.

Næst á dagskrá hjá Alfreð er Evrópumótið í Ungverjalandi og Slóvakíu, en marga sterka leikmenn vantar í þýska liðið.

„Það vantar fleiri þýska heimsklassaleikmenn. Það geta nokkrir komist í þann klassa en það tekur tíma. Ég skil svo ekki hvers vegna leikmenn gefa ekki kost á sér í landsliðið. Þetta er ekki vandamál á Norðurlöndunum, Frakklandi, Spáni eða Króatíu. Þar elska leikmenn að spila með landsliðinu,“ sagði Alfreð enn fremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert