Tveir íslenskir handknattleiksþjálfarar mættust í dag með landslið sín þegar karlalið Hollands og Japans áttust við á alþjóðlegu móti í Póllandi.
Dagur hafði betur því Japan sigraði 33:30 eftir að staðan var 16:16 í hálfleik. Dani Baijens, leikmaður Hamm í Þýskalandi, og Ephrahim Jerry, leikmaður Kadetten í Sviss, voru markahæstir í hollenska liðinu með fimm mörk hvor.
Erlingur og hans menn í hollenska landsliðinu eru í riðli með Íslandi á Evrópumótinu í næsta mánuði en Ísland og Holland mætast í Búdapest sunnudaginn 16. janúar, í annarri umferð riðlakeppninnar.
Hollendingar mæta Túnis á mótinu í Gdansk á morgun og svo Pólverjum á fimmtudaginn.