Það verður forvitnilegt að sjá hvernig íslenska karlalandsliðinu í handknattleik reiðir af á Evrópumeistaramótinu í Ungverjalandi og Slóvakíu sem hefst um miðjan janúar næstkomandi.
Eftir kynslóðaskipti og heldur dræman árangur landsliðsins á stórmótum á undanförnum árum er farið að gæta nokkurrar bjartsýni á ný og ekki að ósekju.
Íslenska liðið er lygilega vel statt þegar kemur að örvhentum skyttum þar sem Ómar Ingi Magnússon, Teitur Örn Einarsson, Viggó Kristjánsson og Kristján Örn Kristjánsson eru allir í lokahópnum enda erfitt að skilja nokkurn þeirra eftir.
Leikstjórnendurnir og rétthentu skytturnar Aron Pálmarsson, Janus Daði Smárason og Gísli Þorgeir Kristjánsson glímdu allir við meiðsli fyrr á árinu en eru allir þrír í frábæru formi um þessar mundir og er það afar góðs viti fyrir EM í janúar.
Sjáðu bakvörðinn í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins sem kom út í morgun.