Tvö smit í íslenska EM-hópnum

Tveir leikmenn í íslenska EM-hópnum eru með kórónuveiruna.
Tveir leikmenn í íslenska EM-hópnum eru með kórónuveiruna. Ljósmynd/HSÍ

Tveir leikmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta eru smitaðir af kórónuveirunni. Liðið hefur æfingar fyrir EM í Slóvakíu og Ungverjalandi 2. janúar næstkomandi og leikur fyrsta leik sinn á EM gegn Portúgal 14. janúar.

Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, staðfesti tíðindin í samtali við Vísi. Hann vildi þó ekki nafngreina smituðu leikmennina en staðfesti að landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson væri ekki á meðal þeirra smituðu.

Ísland leikur tvo vináttuleiki við Litháen 7. og 9. janúar áður en liðið leikur við Portúgal 14. janúar, Holland 16. janúar og Ungverjaland 18. janúar í B-riðli á EM. Leikið verður í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert