Díana Dögg Magnúsdóttir og liðsfélagar hennar í þýska handknattleiksliðinu Zwickau eru komnar úr fallsæti í efstu deild Þýskalands eftir afar mikilvægan eins marks sigur gegn Rosengarten á heimavelli í kvöld.
Leiknum lauk með 25:24-sigri Zwickau sem leiddi með einu marki í hálfleik, 12:11.
Díana Dögg skoraði þrjú mörk í leiknum og var önnur markahæst í sínu liði ásamt Alisu Pester, Simonu Stojkovsku og Chantal Wick.
Zwickau er með fjögur stig í tólfta og þriðja neðsta sæti deildarinnar eftir níu leiki en þetta var annar sigurleikur liðsins á tímabilinu og er liðið nú tveimur stigum frá fallsæti.