Bjarni Ófeigur Valdimarsson átti góðan leik fyrir Skövde þegar liðið gerði jafntefli á útivelli gegn Önnered í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld.
Leiknum lauk með 29:29-jafntefli en Bjarni skoraði fimm mörk í leiknum, þar af þrjú mörk á síðustu fimm mínútum leiksins en Adam Samuelsson tryggði Skövde jafntefli þegar tvær sekúndur voru til leiksloka.
Skövde er með 20 stig í fimmt sæti deildarinnar, fimm stigum minna en topplið Sävehof.