Fáir sáu þetta fyrir

Átta af tíu efstu í kjörinu á íþróttamanni ársins, sem …
Átta af tíu efstu í kjörinu á íþróttamanni ársins, sem voru viðstödd. Sveindís Jane Jónsdóttir, Kári Árnason, Kolbrún Þöll Þorradóttir, Bjarki Már Elísson, Júlían J. K. Jóhannsson, Ómar Ingi Magnússon, Kristín Þórhallsdóttir og Rut Arnfjörð Jónsdóttir Ljósmynd/Mummi Lú

Það er ekki hægt annað en að taka ofan fyrir handboltamanninum Ómari Inga Magnússyni sem var í gærkvöld útnefndur íþróttamaður ársins.

Framganga hans með gamla stórveldinu Magdeburg eftir að hann kom þangað sumarið 2020 hefur verið mögnuð eins og rakið er í greininni um kjörið í blaðinu í dag.

Fáir sáu þetta fyrir þó Ómar væri alltaf efnilegur handboltamaður. Ekki síst eftir að hann missti nánast af heilu tímabili áður en hann fór til Þýskalands, eftir að hafa fengið höfuðhögg, og var lengi að hrista af sér afleiðingar þess.

Þýska 1. deildin er langsterkasta deild heims í handboltanum og ekki heiglum hent að vinna sér sæti í einu af bestu liðum hennar, hvað þá að skara fram úr eins og Ómar hefur gert hjá Magdeburg.

Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert