Með vænlegt forskot í Danmörku

Aron Pálmarsson skoraði þrjú mörk og gaf sex stoðsendingar í …
Aron Pálmarsson skoraði þrjú mörk og gaf sex stoðsendingar í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

GOG er með sex stiga forskot á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattatleik eftir þriggja marka sigur gegn Aalborg í toppslag dönsku deildarinnar í Gudme í kvöld.

Leiknum lauk með 38:35-sigri GOG sem leiddi með fimm mörkum í hálfleik, 20:15.

Aron Pálmarsson skoraði þrjú mörk fyrir GOG og gaf sex stoðsendingar en Viktori Gísla Hallgrímssyni tókst ekki að verja skot í marki GOG.

GOG er með 31 stig í efsta sæti deildarinnar en Aalborg er með 25 stig í öðru sætinu. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aalborgar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert