Handknattleiksmaðurinn Tjörvi Þorgeirsson var í dag útnefndur íþróttamaður Hauka og Lovísa Björt Henningsdóttir íþróttakona Hauka.
Tjörvi, sem er 31 árs, var lykilmaður hjá Haukum er liðið fór alla leið í úrslitaeinvígi gegn Val um Íslandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð og þá hefur hann skorað 34 mörk í 11 leikjum á þessari leiktíð.
Lovísa hefur verið lykilmaður hjá Haukum sem varð bikarmeistari í haust og tók þátt í riðlakeppni í Evrópukeppni. Þá er hún mikilvægur hlekkur í íslenska landsliðinu.