Franski handknattleiksmaðurinn Elohim Prandi varð fyrir stunguárás í París í gær. Hann er á spítala með slæma áverka en er þó ekki í lífshættu.
Prandi, sem er 23 ára, er leikmaður stórliðs París SG og franska landsliðsins en hann lék með landsliði þjóðar sinnar á EM í handbolta á síðasta ári og lék m.a. á móti Íslandi.
Franska félagið greinir frá á heimasíðu sinni í dag að lögreglan í París sé með málið til rannsóknar.