Enn frestað vegna veirunnar

ÍBV og HK geta ekki mæst vegna smita innan herbúða …
ÍBV og HK geta ekki mæst vegna smita innan herbúða Kópavogsliðsins. Kristinn Magnússon

Leik ÍBV og HK, sem átti að fara fram í úrvalsdeild kvenna næstkomandi miðvikudag, þann 5. janúar, hefur verið frestað.

Samkvæmt tilkynningu frá Handknattleikssambandi Íslands, HSÍ, kemur frestunin til vegna kórónuveirusmita innan leikmannahóps HK.

Nýr leiktími hefur ekki verið ákveðinn en samkvæmt HSÍ verður tilkynnt um nýjan leikdag fljótlega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert