Sveinn Jóhannsson línumaður karlalandsliðsins í handknattleik meiddist á morgun og óvissa er með þátttöku hans með liðinu á Evrópumótinu í Ungverjalandi og Slóvakíu þar sem Ísland á sinn fyrsta leik 14. janúar.
RÚV greinir frá þessu og hefur eftir Guðmundi Þ. Guðmundssyni landsliðsþjálfara að Sveinn fari í myndatöku í fyrramálið. Ákvörðun um framhaldið verði tekin þegar niðurstaða verði komin í hans mál. Það sé flókið að kalla leikmenn inn í hópinn vegna kórónuveirumála.