Fleiri stórmót en Evrópumeistaramótið eru á dagskrá í handknattleiknum í janúar eins og Asíuleikarnir.
Japanska handknattleikssambandið tilkynnti í dag að Japan verði ekki með á leikunum vegna kórónuveirunnar en Dagur Sigurðsson er landsliðsþjálfari Japan.
Asíuleikarnir verða að þessu sinni í Sádí Arabíu en Japan og Barein áttu að vera saman í riðli. Aron Kristjánsson er landsliðsþjálfari Barein en liðið keppti á Ólympíuleikunum eins og Japan og komst Barein í átta liða úrslit.
Á Asíuleikunum eru sæti í boði í næstu lokakeppni HM sem fram fer eftir ár og því spurning hvort Japan eigi ekki lengur möguleika á sæti á næsta HM.