Landsliðið skellti sér í golf

Frá æfingu íslenska karlalandsliðsins í nóvember.
Frá æfingu íslenska karlalandsliðsins í nóvember. mbl.is/Unnur Karen

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik skellti sér í golf í gær en Handknattleikssamband Íslands, HSÍ, greindi frá þessu á samfélagsmiðlum sínum í dag.

Íslenska liðið undirbýr sig nú fyrir lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvakíu og hefst í næstu viku. 

Liðið mætir Litháen í tveimur vináttulandsleikjum í aðdraganda EM, 7. og 9. janúar, en leikirnir fara fram á Ásvöllum.

Kórónuveirufaraldurinn hefur sett sinn svip á undirbúning landsliðsins og eru tveir leikmenn liðsins í sóttkví en liðið hefur dvalið á Grand hóteli í Reykjavík frá því að landsliðið kom saman 2. janúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert