Þrátt fyrir að fjölda vináttulandsleikja í handknattleik hafi verið frestað á lokametrunum fyrir Evrópumót karla nær Alfreð Gíslason að spila tvo leiki með þýska landsliðið um helgina.
Þjóðverjar áttu að mæta Serbum í tveimur leikjum um helgina. Hætt var við þá en í staðinn náðu þeir að tryggja sér tvo aðra leiki gegn tveimur grannþjóða sinna.
Þýskaland mætir Sviss í Mannheim á morgun, föstudag, og Frakklandi í Wetzlar á sunnudaginn. Þar hyggst Alfreð, samkvæmt Handball-World, nota alla sína átján leikmenn sem skipa hópinn á lokasprettinum.
Enginn leikmaður í átján manna hópi Alfreðs hefur greinst með kórónuveiruna á lokaspretti undirbúningstímabilsins.