Erlingur Richardsson landsliðsþjálfari Hollands í handknattleik stýrði sínum mönnum í vináttulandsleik í kvöld.
Hollendingar mættu sterku liði Svía og töpuðu 34:30 eftir jafnan leik en jafnt var að loknum fyrri hálfleik 19:19.
Fresta hefur þurft mörgum vináttulandsleikjum þessa dagana vegna heimsfaraldursins. Hollendingar fara alla vega ekki á EM án þess að spila í aðdraganda mótsins en Holland verður með Íslandi í riðli í Búdapest.