Nokkrum spurningum enn ósvarað

Landsliðsþjálfararnir Guðmundur Þórður Guðmundsson og Gunnar Magnússon eru ekki berir …
Landsliðsþjálfararnir Guðmundur Þórður Guðmundsson og Gunnar Magnússon eru ekki berir að baki á þessari mynd með þá Guðna Jónsson liðsstjóra, Róbert Geir Gíslason, Tomas Svensson fv markmannsþjálfara og Brynjólf Jónsson lækni fyrir aftan sig. mbl.is/Kristinn Magnússon

Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands, segir það vera jákvætt að EHF reyni að liðka fyrir því að leikmenn sem smitist geti átt möguleika á að vera með á EM sem hefst í Ungverjalandi og Slóvakíu 13. janúar. 

Handknattleikssamband Evrópu, EHF, staðfesti í dag nýjar reglur varðandi einangrun og sóttkví liða og leikmanna á Evrópumóti karla sem hefst í Ungverjalandi og Slóvakíu næsta fimmtudag. Einangrun þeirra sem greinast með kórónuveiruna, leikmanna, þjálfara og fylgdarliðs, verður stytt úr fjórtán dögum í fimm. Til þess að fá að spila á ný á mótinu þarf viðkomandi að fá tvívegis neikvæðar niðurstöður úr PCR-prófum, en það fyrra má taka á fimmta degi eftir að hann greindist jákvæður og það seinna minnst 24 tímum seinna.

„Það er aðeins verið að liðka fyrir en það er bara svo mörgum spurningum ósvarað. Við vonumst eftir því að fá frekari svör á morgun og þetta verði útskýrt aðeins betur. Þetta er gott og blessað en maður þarf að vita meira. Það er alla vega verið að reyna að gefa mönnum færi á aðkoma til baka. Eins og þetta var sett upp áður þá gátu menn ekki verið meira með ef þeir smituðust,“ sagði Róbert Geir þegar mbl.is spurði hann í kvöld hvort ánægja væri með breytinguna þar á bæ. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert