Ekki verður leikið í Mosfellsbæ

Frá leik KA/Þórs og Aftureldingar.
Frá leik KA/Þórs og Aftureldingar. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Leikur Aftureldingar og Hauka sem fara átti fram að Varmá í Olís deild kvenna í handknattleik hefur verið frestað.

Í tilkynningu frá HSÍ kemur fram að kórónuveirusmit hafi komið upp en ekki kemur fram hvort það tengist öðru liðinu eða báðum.

Nýr leiktími verður kynntur síðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert