Leikur Aftureldingar og Hauka sem fara átti fram að Varmá í Olís deild kvenna í handknattleik hefur verið frestað.
Í tilkynningu frá HSÍ kemur fram að kórónuveirusmit hafi komið upp en ekki kemur fram hvort það tengist öðru liðinu eða báðum.
Nýr leiktími verður kynntur síðar.