Alfreð Gíslason og hans menn í þýska karlalandsliðinu í handknattleik sigruðu Svisslendinga, 30:26, í vináttulandsleik sem fram fór í Mannheim í dag. Staðan í hálfleik var 15:14, Þjóðverjum í hag.,
Þetta var fyrri leikur liðsins af tveimur á lokaspretti undirbúningsins fyrir Evrópumótið þar sem Þjóðverjar mæta Hvít-Rússum í fyrsta leik sínum næsta föstudag. Þeir leika gegn Frökkum á sunnudaginn.
Mörkin dreifðust mjög á leikmenn þýska liðsins í dag en Sebastian Heymann, Marcel Schiller, Lukas Mertens, Christoph Steinert og Timo Kastening skoruðu 3 mörk hver og tólf leikmanna liðsins komust á blað.
Lenny Rubin var markahæstur Svisslendinga með 6 mörk og André Schmid skoraði fjögur.