Arnar tekur við ÍR-ingum

Arnar Freyr Guðmundsson þjálfar kvennalið ÍR.
Arnar Freyr Guðmundsson þjálfar kvennalið ÍR. Ljósmynd/ÍR Handbolti

Arnar Freyr Guðmundsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs ÍR í handknattleik í stað Jakobs Lárussonar sem hætti störfum með liðið í byrjun desember.

Handknattleiksdeild ÍR skýrði frá þessu á samfélagsmiðlum sínum í kvöld. Arnar er yfirþjálfari yngri flokka ÍR. Honum til aðstoðar verða þeir Stefán Harald Berg Petersen og Hreiðar Levý Guðmundsson.

Lið ÍR er efst í 1. deild kvenna, Grill 66-deildinni, og er þar í hörðum slag við Selfoss og FH um toppsætið sem veitir keppnisrétt í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert