Varði vel í kærkomnum sigri

Elín Jóna Þorsteinsdóttir stóð fyrir sínu í markinu.
Elín Jóna Þorsteinsdóttir stóð fyrir sínu í markinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ringkøbing vann óvæntan 36:32-heimasigur á Nykøbing í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Landsliðsmarkvörðurinn Elín Jóna Þorsteinsdóttir átti sinn þátt í sigrinum en hún varði 13 skot í markinu, þar af eitt víti, og var með 30 prósenta markvörslu.

Sigurinn var kærkominn fyrir Ringkøbing en liðið tapaði fjórum síðustu leikjum sínum á síðasta ári. Liðið er í 13. sæti deildarinnar með átta stig. Nykøbing er í fimmta með 16 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert