Valsmenn hefja vörn bikarmeistaratitilsins í karlaflokki í handknattleik með heimaleik gegn HK en dregið var til sextán liða úrslitanna í dag.
Toppliðin í 1. deildinni fá áhugaverða heimaleiki gegn úrvalsdeildarliðum því Hörður fær FH í heimsókn til Ísafjarðar og ÍR tekur á móti Selfyssingum í Austurbergi.
Þessi lið mætast í 16-liða úrslitum Coca Cola-bikars karla.
ÍBV 2 – Þór
ÍR – Selfoss
Vængir Júpíters – Víkingur
Hörður – FH
Valur – HK
Kórdrengir – ÍBV
Stjarnan – KA
Grótta – Haukar
Leikirnir fara fram um miðjan febrúar.
Afturelding, Fram og Fjölnir eru einu liðin sem eru fallin út úr bikarnum en þrír leikir voru í fyrstu umferð keppninnar.