Einn leikur á milli úrvalsdeildarliða verður í sextán liða úrslitum bikarkeppni kvenna í handknattleik en dregið var til þeirra rétt í þessu.
Afturelding og HK mætast 'a Varmá en í öðrum viðureignum mætast lið úr 1. deild og úrvalsdeild, nema hvað tvö fyrstudeildarliðanna, ÍR og Grótta, drógust saman.
Þessi lið mætast í 16-liða úrslitum Coca Cola-bikars kvenna.
ÍR – Grótta
Fjölnir/Fylkir – ÍBV
FH – Stjarnan
Selfoss – Haukar
Víkingur – Fram
Afturelding – HK
Bikarmeistarar KA/Þórs og Valur sitja hjá í sextán liða úrslitunum og fara beint í átta liða úrslitin. Leikið verður um miðjan febrúar.