Valsmenn skýrðu frá því í dag að handknattleiksmaðurinn Róbert Aron Hostert hefði skrifað undir nýjan samning við félagið til hálfs þriðja árs.
Samningurinn gildir út tímabilið 2023-2024 en Róbert hefur leikið með Valsmönnum frá 2018 og verið í stóru hlutverki, bæði í sóknarleik og varnarleik Hlíðarendaliðsins sem varð bæði Íslands- og bikarmeistari á síðasta ári.
Róbert, sem er þrítugur að aldri, lék áður með ÍBV og Fram og danska liðinu Mors/Thy.