ÍBV vann góðan 33:24 sigur á Stjörnunni í Olísdeild kvenna í handbolta í dag. Með sigrinum fara Eyjakonur upp í 6 stig en eru enn í sjöunda og næst neðsta sæti. Stjarnan er í fimmta sæti með 10 stig.
Marija Jovanovic og Lina Cardell voru markahæstar í liði ÍBV en þær skoruðu báðar sjö mörk. Sunna Jónsdóttir kom næst með sex mörk. Marta Wawrzykowska átti frábæran leik í marki ÍBV en hún varði 19 skot.
Hjá Stjörnunni voru þær Eva Björk Davíðsdóttir, Elena Elísabet Birgisdóttir, Helena Rut Örvarsdóttir og Lena Margrét Valdimarsdóttir allar markahæstar með fjögur mörk hver.
Mörk Stjörnunnar: Helena Rut Örvarsdóttir 4, Eva Björk Davíðsdóttir 4, Elena Elísabet Birgisdóttir 4, Lena Margrét Valdimarsdóttir 4, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 3, Anna Karen Hansdóttir 2, Britney Cots 2, Katla María Magnúsdóttir 1.
Mörk ÍBV: Marija Jovanovic 7, Lina Cardell 7, Sunna Jónsdóttir 6, Harpa Valey Gylfadóttir 5, Elísa Elíasdóttir 4, Þóra Björg Stefánsdóttir 2, Karolina Olszowa 1, Marta Wawrzykowska 1.