Styrktu stöðuna á toppnum með stórsigri

Devin Booker sækir að Cory Joseph í kvöld.
Devin Booker sækir að Cory Joseph í kvöld. AFP

Phoenix Suns styrkti stöðu sína á toppi Vesturdeildarinnar í NBA-körfuboltanum í Bandaríkjunum með 135:108-útisigri á Detroit Pistons í kvöld.

Staðan í hálfleik var 64:53 og var Detroit ekki líklegt til að jafna í seinni hálfleik. Þess í stað bætti Phoenix við forskotið og vann öruggan sigur.

Eins og oft áður var Devin Booker atkvæðamikill hjá Phoenix með 30 stig. Þeir Cade Cunningham og Cory Joseph voru með 21 hvor fyrir Detroit.

Phoenix er á toppi Vesturdeildarinnar með 32 sigra og níu töp. Detroit er í 14. og næstneðsta sæti Austurdeildarinnar með 10 sigra og 31 tap.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert