ÍBV dróst gegn Costa Del Sol Málaga í morgun þegar dregið var til átta liða úrslitanna í Evrópubikar kvenna í handknattleik.
Málaga vann keppnina á síðasta tímabili og lagði þá Lokomovita Zagreb frá Króatíu að velli í úrslitaleikjunum, samanlagt með einu marki.
ÍBV á fyrri leikinn á heimavelli en átta liða úrslitin eru leikin dagana 12. til 20. febrúar.
Sigurliðið í einvíginu mætir Dunajska Streda frá Slóvaíu eða Bekament frá Serbíu í undanúrslitum en einnig var dregið til þeirra.
Færeyska liðið H71 sem hefur slegið í gegn í keppninni og lagði serbneska mótherja í síðustu umferð dróst gegn Galychanka Lviv frá Úkraínu.
Spænsku liðin Elche og Gran Canaria drógust saman en Elche vann KA/Þór fyrr í keppnini.