Ekkert verður af því að Valur og Fram, tvö efstu liðin í úrvalsdeild kvenna í handknattleik, Olísdeildinni, mætist á morgun eins og til stóð.
Leiknum hefur verið frestað vegna útbreiðslu kórónuveirusmita og í tilkynningu HSÍ segir að nýr leikdagur verði fundinn fljótlega.
Fram er með 21 stig á toppi deildarinnar en Valur er með 16 stig í öðru sæti og á leik til góða.